Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna
Persónuupplýsingar samkvæmt stefnu okkar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling s.s. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstakling.
Rekstrarlundur geymir og vinnur eingöngu með þær upplýsingar sem lög heimila
Upplýsingar sem við söfnum eru;
- Samskiptaupplýsingar, nafn, símanúmer og netfang.
- Notendaupplýsingar fyrir vefverslun Rekstrarlundur, nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og vsk. Númer.
Auk framangreindra upplýsinga varðveitum við einnig upplýsingar sem viðskiptavinir eða tengiliðir láta Rekstrarlund sjálfir fá sem og upplýsingar sem eru félaginu nauðsynlegar fyrir starfsemi þess. Allar persónuupplýsingar sem við varðveitum eru nýttar til að efla þjónustu við viðskiptavini og tengiliði.
Persónuupplýsingar eru geymdar svo lengi sem nauðsyn ber til. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli þeirra og þeim lagareglum sem gilda um vinnslu þeirra.
Rekstrarlundur tryggir öryggi upplýsinga og höfum viðeigandi öryggisráðstafanir til að hindra að persónuverndarupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur verði veittur í leyfisleysi.
Aðgangur að upplýsingum er takmarkaður við þá aðila innan fyrirtækisins sem nauðsyn ber til. Öryggisráðstafanir eru til staðar sem tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html
Þinn réttur
Réttur til aðgangs: Einstaklingur á rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum og að fá afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur hann fullvissað sig um að upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla okkar á þeim sé í samræmi við lög.
Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um einstakling eru rangar eða ónákvæmar á viðkomandi almennt rétt á að láta leiðrétta þær.
Réttur til eyðingar: Í vissum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á að láta eyða persónuupplýsingum sem fyrirtækið geymir um viðkomandi. Þetta á einkum við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar, ef einstaklingur hefur andmælt vinnslu upplýsinganna (sbr. hér að neðan), ef vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggði á samþykki sem einstaklingur hefur síðar afturkallað. Rekstrarlundur áskilur sér þó rétt til að meta í hvert eitt sinn hvort skylt sé að eyða gögnum.