Siðareglur

  • Við vinnum af heilindum og stundum góða starfshætti.
  • Við vinnum alltaf samkvæmt lögum og reglum.
  • Við tökum ábyrgð og þorum að viðurkenna mistök og lærum af þeim.
  • Við erum umburðarlynd og mismunum ekki.
  • Við berum virðingu fyrir hvort öðru, samstarfsaðilum, viðskiptavinum, samkeppnisaðilum og öðrum sem koma að málum.
  • Við berum virðingu fyrir umhverfinu og ástundum góða og ábyrga viðskiptahætti.
  • Við umberum ekki einelti, kynferðisáreitni, kynferðisofbeldi eða annað ofbeldi/áreiti.
  • Við berum ábyrgð á og virðum fyrirtækið og vörumerkin sem við stöndum fyrir.